Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn setja teygjur á tunnurnar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2019 kl. 08:57

Vogamenn setja teygjur á tunnurnar

Vogamenn hafa tekið þeirri áskorun að bregðast við fjúkandi rusli með því að setja teygju á sorptunnur bæjarins.

„Fyrir nokkru sendu Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn m.a. sveitarfélögum landsins áskorun um að bregðast við fjúkandi rusli með því að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir fjúkandi rusl. Að mati þessara aðila kemur u.þ.b. helmingur rusls á götum úr heimilissorptunnum sem opnast í roki. Nú hefur Sveitarfélagið Vogar tekið þessari áskorun, og fjárfest í sérstökum teygjum sem nú verða settar á allar sorptunnur í sveitarfélaginu. Starfsmenn Umhverfisdeildar hafa þegar hafist handa við þetta verkefni, og fara nú milli húsa og festa teygjurnar á tunnurnar. Það er von okkar að íbúar bregðist vel við þessu framtaki og nýti búnaðinn. Þetta er jú bara eitt einfalt handtak þegar tunnunni er lokað, teygjunni smeygt yfir festinguna. Gott og þrifalegt mál,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í nýlegum pistli sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024