Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 28. janúar 2003 kl. 10:15

Vogamenn selja ríkissjóði Flekkuvík

Vatnsleysustrandarhreppur hefur selt ríkissjóði Íslands jörðina Flekkuvík á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Salan er í samræmi við samkomulag milli Iðnaðarráðuneytisins og hreppsins frá árinu 1992 en þar segir “Endurgreiðsla Vatnsleysustrandarhrepps á veittum lánum er háð því að af byggingu og rekstri álvers verði. Verði ekki af byggingu eða rekstri álversins, skal Vatnsleysustrandarhreppur verða skaðlaus vegna landakaupa og skuldbindinga sem til er stofnað þeirra vegna.Ríkissjóður yfirtekur við slíkar aðstæður allar skuldbindingar sem hreppurinn hefur tekið á sig eða kann að taka á sig vegna kaupa á jarðnæði fyrir álver og höfn á Keilisnesi, enda falla þá keyptar eignir til ríkissjóðs, sbr. 17. grein lánsfjárlaga nr. 26/1991.”
Hreppsnefnd samþykkir söluna á fundi sínum nú í janúar og felur sveitarstjóra að rita undir afsalið, ásamt því að tryggja að viðskiptareikningur vegna málsins sé á núlli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024