Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn segja samkomulag um Suðvesturlínu fallið úr gildi
Þriðjudagur 27. september 2011 kl. 11:59

Vogamenn segja samkomulag um Suðvesturlínu fallið úr gildi


Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur að þar sem tafist hefur að leggja nýja háspennulínu, svokallaða Suðvesturlínu, og ekki er fyrirséð hvenær hún verður lögð þá sé samkomulag milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets um línuna fallið úr gildi. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Voga og þar er farið fram á að Landsnet fundi með fulltrúum sveitarfélagisins og fari yfir forsendur Suðurnesjalínu.

Í október, 2008 var undirritað samkomulag við Landsnet hf vegna lagningar háspennulína um Sveitarfélagið Voga.
Í aðfararorðum samningsins segir „Framkvæmdin er fyrirhuguð í tveimur áföngum og mun fyrri áfanginn koma til framkvæmda árið 2010 (ný háspennulína) og síðari áfanginn 2-3 árum síðar (niðurrif núverandi línu og bygging annarrar í hennar stað)“. Í 4. gr. samningsins er kveðið á um samstarfsnefnd þar sem hvor aðili um sig tilnefnir tvo aðila til setu í nefndinni. Nefndin skal koma saman á a.m.k. þriggja ára fresti eftir að framkvæmdum er lokið. Skal nefndin fara yfir forsendur þessa samkomulags og þróun varðandi lagningu jarðstrengja, upplýsa samningaaðila um þá þróun og gera tillögur um aðgerðir ef tilefni er til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024