Vogamenn samþykkja 4. hæðina á Nesvelli
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir fyrir sitt leyti stuðning við þá hugmynd að 4. hæð hjúkrunarheimilis að Nesvöllum verði byggð og að fjöldi rýma á heimilinu fari úr 60 í 80. Þetta var samþykkt samhljóða.
Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra Reykjanesbæjar á síðasta fundi bæjarráðs Voga, auk útreikninga og teikninga vegna hugsanlegra endurbóta á Garðvangi í Garði. Reykjanesbær hefur bent á mikinn kostnað við endurbætur á Garðvangi og nefnt að hagræði felist í því að stækka frekar nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ.