Vogamenn ráða bæjarritara
Sveitarfélagið Vogar hefur auglýst nýtt starf bæjarritara í sveitarfélaginu. Bæjarritari hefur yfirumsjón með fjármálum bæjarsjóðs og stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra. Ráðið er í starfið frá og með 1. janúar 2019.
Verksvið er m.a. umsjón og ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins. Umsjón með að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé samkvæmt lögum, reglum og stefnumörkun bæjaryfirvalda. Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar. Undirbúningur og umsjón með gerð fjárhagsáætlana. Önnur verkefni sem bæjarstjóri felur bæjarritara umsjón með
Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert undanfarið. Talsverð uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu, og búist við áframhaldandi vexti næstu ár. Rekstur sveitarfélagsins er í ágætu jafnvægi og efnahagurinn stendur vel, segir í auglýsingu sveitarfélagsins.