Vogamenn pissa í skóinn - segir bæjarfulltrúi
Viðauki við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Voga. Bergur Brynjar Álfþórsson, bæjarfulltrúi í Vogum, sá þar ástæðu til að leggja fram bókun vegna fjármögnunar á kaupum á dráttarvél. Bergur líkir fjármögnuninni við það að pissa í skó.
Svona er bókun Bergs Brynjars orðrétt: „Hér erum við að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa sveitarfélagsins á dráttarvél. Í viðaukanum kemur fram að kaupin séu fjármögnuð með „óráðstöfuðu eigin fé bæjarsjóðs“. Ég vil hins vegar benda á að þegar var búið að ráðstafa þessu fé í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins eða eins og bæjarstjóri bendir á í tölvupósti frá 26. ágúst sl. þá mun lánsfjárþörf næsta árs hækka sem nemur kaupverði dráttarvélarinnar. Einhverntímann hefði þessum gjörningi verið líkt við að pissa í skó,“ segir í bókuninni.