Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn orðnir þrettán hundruð
Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd sumarið 2019. VF-mynd/hilmarbragi.
Miðvikudagur 23. október 2019 kl. 07:52

Vogamenn orðnir þrettán hundruð

Íbúar sveitarfélagsins Voga er orðnir 1.300. Sé litið til þróunar íbúafjöldans í sveitarfélaginu frá árinu 2006 þegar Vatnsleysustrandarhreppur varð Sveitarfélagið Vogar kemur í ljós að íbúafjöldinn hefur sveiflast nokkuð milli ára. Hann náði hámarki árið 2008, þegar fjöldinn var 1.231. Árið 2015 fór talan niður í 1.102. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við.
„Þessi þróun er í samræmi við mikla fjölgun íbúa hér á Suðurnesjunum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi þróun í sömu átt, enda margar nýjar íbúðir nú í byggingu í sveitarfélaginu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024