Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn kanna möguleika á að yfirgefa Kölku
Laugardagur 23. maí 2009 kl. 19:04

Vogamenn kanna möguleika á að yfirgefa Kölku

Bæjarráð Voga hefur falið bæjarstjóra að kanna möguleika Sveitarfélagsins Voga að draga sig út úr Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og leita eftir samstarfi við aðra aðila um sorpeyðingu fyrir sveitarfélagið. Þetta er gert í kjölfar bréfs frá Reykjanesbæ þar sem kynnt er bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar vegna Kölku, sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Breytingar á rekstrarformi Kölku eru í uppnámi þar sem Grindavíkurbær vill ekki fallast á stórnskipan út frá eignaraðild sveitarfélaganna.  Bæjarráð Reykjanesbæjar, sem á 65% í félaginu, vill ekki sæta minnihlutastöðu í félaginu og íhugar nú að draga sig út úr því.

Bæjarráð Reykjanesbæjar bókaði eftirfarandi: Fulltrúar alla sveitarfélaganna á Suðurnesjum sitja í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sem fer með málaflokkinn og hefur málið ítrekað verið rætt þar. Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með afstöðu bæjarstjórnar Grindavíkur í málinu og þann augljósa vilja þeirra að Reykjanesbær, sem rúmlega 65% eigandi, þurfi að sæta minnihlutastöðu í stjórn félagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika Reykjanesbæjar á að draga sig út úr félaginu eða að bjóðast til að yfirtaka rekstur þess í samstarfi við aðila sem kynnu að hafa áhuga á því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024