Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn hvattir til dáða í bólinu
Föstudagur 11. september 2015 kl. 12:48

Vogamenn hvattir til dáða í bólinu

– og þeim fjölgar hraðar í ár en fyrra

Vogamenn og meyjar tóku vel í hvatningu bæjarstjórans síns fyrir ári síðan þegar þeir voru hvattir til dáða í bólinu með hugmyndum um ástarviku svipaðri þeirri sem Bolvíkingar efna til árlega.

Nú eru tíu börn á fyrsta aldursári í Vogum en voru aðeins sex um svipað leyti í fyrra.

„Við erum ef til vill að sjá árangurinn,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegum pistli sem hann sendir þeim bæjarbúum er þess óska.

Bæjarstjórinn fylgist vel með íbúatölum í Vogum og hefur íbúum fjölgað um þrjá á viku undanfarnar þrjár vikur. Vogamenn eru í dag 1130 talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024