Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn hugsi um hagsmuni Suðurnesja í heild
Mánudagur 17. október 2011 kl. 09:04

Vogamenn hugsi um hagsmuni Suðurnesja í heild

„Bæjarráð Garðs tekur undir bókun stjórnar Heklunnar og lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun meirihluta bæjarfulltrúa í Vogum um að setja ákvarðanir um raflínur á vestanverðum Suðurnesjum í uppnám. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa í Vogum og nýjan meirihluta að hugsa um hagsmuni Suðurnesja í heild og standa vörð um þá atvinnuuppbyggingu sem veltur á öryggi í orkuflutningum“.

Þetta kemur fram í bókun í fundargerð bæjarráðs Garðs þar sem tekin var fyrir fundargerð Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 30. september sl.
Samþykkt samhljóða.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024