Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn gera ítrekaðar athugasemdir við sveitarfélagamörk Voga og Grindavíkur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 30. mars 2020 kl. 10:03

Vogamenn gera ítrekaðar athugasemdir við sveitarfélagamörk Voga og Grindavíkur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sveitarfélaganna Voga og Grindavíkur eins og þau eru framsett í tillögu að aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Bæjarstjórnin hefur ítrekað gert athugasemd vegna sveitarfélagamarkanna.

Í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga segir að sveitarfélagamörkin séu ekki í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í bókuninni, sem samþykkt var samhljóða, eru ítrekaðar fyrri umsagnir Sveitarfélagsins Voga vegna aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 dags. 21. apríl 2010, 19. apríl 2011 og 8. desember 2015 þar sem gerðar voru athugasemdir við mörkin.