Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vogamenn afhenda HSS mótmæli
Miðvikudagur 9. desember 2009 kl. 09:02

Vogamenn afhenda HSS mótmæli

Undirskriftalistar með nöfnum vel á þriðja hundrað Vogabúa voru afhentir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. Þar er þess krafist að Vogabúar fái læknisþjónustu með starfsaðstöðu í bæjarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Afrit undirskriftalistans var lagt fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á fimmtudaginn. Bæjarráð tekur undir kröfu bréfritara að nauðsynlegt sé að tryggja íbúum í Vogum sambærilega þjónustu og tíðkast annarsstaðar.


Gætt hefur mikillar óánægju í Vogum með þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að loka heilsugæsluseli í bæjarfélaginu. Bæjarráð gerði bókun nýlega þar sem niðurskurði á framlögum til sjúkraflutninga í ofanálag við lokun heilsugæslunnar var harðlega mótmælt. Þar var jafnframt kallað eftir því liðsinni sem þingmenn kjördæmisins eru sagðir hafa lofað á fundi í Vogum þann 29. október.


Sigurjón Kristinsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, tók við listunum frá Kristínu Hansen sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni í Vogum. Hann sagðist myndi fara með listana á fund innan HSS og áfram verið unnið að því að finna lausn sem allir ættu að geta sætt sig við.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson