Vogabúar fá vefgátt
	Sveitarfélagið Vogar leitast stöðugt við að bæta þjónustuna, m.a. á vettvangi stjórnsýslunnar. Á árinu 2015 gerum við ráð fyrir að taka í notkun rafræna íbúagátt. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi bæjarstjórans í Vogum.
	
	Aðgengi að gáttinni verður á heimasíðu sveitarfélagsins. Með tilkomu vefgáttarinnar verður unnt að sinna ýmsum erindum án tillits til þjónustutíma bæjarskrifstofu. Umsóknareyðublöð verða aðgengileg í gáttinni, og unnt að fylla þau út og senda inn með rafrænum hætti.
	
	Upplýsingar um álagningu fasteignagjalda verður aðgengileg, sem og viðskiptayfirlit vegna greiðslu gjalda til sveitarfélagsins. Íbúar munu hafa tök á að sjá stöðu á sínum málum við sveitarfélagið á hverjum tíma í vefgáttinni.


 
	
					 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				