Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vocal Restaurant á Flughótel
Mánudagur 21. júlí 2008 kl. 13:01

Vocal Restaurant á Flughótel

Nýr og glæsilegur veitingastaður hefur opnað á Flughótel, Vocal Restaurant. Kokkarnir á Vocal eru Kristján Gunnarsson, yfirmatreiðslumaður og Kjartan Erlingsson.
Kristján Gunnarsson segir að „yfir matseðlinum eigi að ríkja ferskleiki og miðbaugastemming.“ Hann leggur áherslu á íslenskt hráefni en einnig verður hægt að panta kengúrusteik. Kristján bjó og starfaði lengi í Ástralíu og lærði að meðhöndla kengúrukjöt.

Veitingastaðurinn Vocal Restaurant er allur hinn glæsilegasti með stílhreinu en hlýlegu yfirbragði. Lögð er áhersla á metnaðarfullan matseðil, hágæða þjónustu og notalegt andrúmsloft. Vocal nafnið á veitingastaðnum þýðir röddun eða samhljómun. Að sögn Bergþóru Sigurjónsdóttur, hótelstjóra, á það nafn einkar vel við veitingastað sem er í hjarta bítlabæjarins og næsta nágrenni við Hljómahöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Nánar um Vocal og breytingar á Flug hótelinu í næsta tbl.VF.
Myndir-VF/IngaSæm

[email protected]