Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Vmst og Björgin semja um starfsendurhæfingu
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, undirrituðu samninginn.
Fimmtudagur 22. desember 2016 kl. 09:44

Vmst og Björgin semja um starfsendurhæfingu

Vinnumálastofnun og Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, undirrituðu í dag samning um starfsendurhæfingu til ársloka 2017. Þjónustusamningurinn er á sviði starfsendurhæfingar fyrir fólk með geðraskanir. Björgin mun sinna sértækum endurhæfingaraðgerðum og gefa einstaklingum sem er vísað þangað færi á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang, til dæmis að undangengnu frekara námi.

Þjónustan felst meðal annars í því að hvetja þátttakendur til aukinnar sjálfseflingar, virkni og lífsgæða og stuðlar það að því að þeir fái notið sín sem fullgildir samfélagsþegnar á forsendum eigin getu og styrkleika. Í þessu felst einstaklingsbundinn stuðningur, mat á þjónustuþörf, vinnuprófun, þátttaka í virkniúrræði, undirbúningur fyrir vinnu, greining á atvinnutækifærum, aðstoð við atvinnuleit, gerð atvinnuumsókna, eftirfylgni og tímabundinn stuðningur á vinnustað ef með þarf.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner