VL verður með lámarks viðbúnað á Vellinum
Kristján Gunnarsson, formaður, VSFK segir í samtali við Víkurfréttir að Halldór Ásgrímsson hafi staðfest í samtölum við hann og fleiri að Varnarliðið muni hafa einhvern viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í framtíðinni. Hins vegar sé með öllu óljóst með hvaða hætti hann verði.
„Mér finnst þetta slæmar fréttir", sagði Kristján í samtali við VF núna síðdegis þegar hann var nýkominn af fundi Miðstjórnar ASÍ, sem sendi frá sér ályktun um VL-málin. „Ég held að það sé þá best að þeir fari alfarnir í stað þess að varnarsvæðið verði eitthvað draugaþorp með fáeinum starfsmönnum og örlitlum tækjabúnaði“, sagði Kristján.
„Á vissan hátt er fólk fegið að það sé loksins komin niðurstaða og ákveðinni spennu og óvissu um framtíð VL á Íslandi aflétt. Á hinn bóginn eru margir kvíðnir fyrir framhaldinu, sérstaklega það fólk sem er orðið 60 ára og eldri. Fólk er þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Ég hef frétt að einhver ótilgreindur fjöldi sé þegar kominn með annað starf og sé að semja um styrttri uppsagnarfrest, sem eru mjög jákvæðar fréttir“, sagði Kristján ennfremur.
„Það eru allt á fullri ferð, menn eru að ræða málin, funda og bera saman bækur sínar. Meðal annars hefur bæjarstjóri Reykjanesbæjar boðað fund á morgun með fulltrúum stéttarfélaganna. Það eru allir af vilja gerðir að koma með hugmyndir og tillögur að nýjum tækifærum, en ég tel við við Suðurnesjamenn þurfum sjálfir að sýna frumkvæði í þessum efnum fremur en að bíða eftir lausnum frá Reykjavík“, sagði Kristján.
„Mér finnst þetta slæmar fréttir", sagði Kristján í samtali við VF núna síðdegis þegar hann var nýkominn af fundi Miðstjórnar ASÍ, sem sendi frá sér ályktun um VL-málin. „Ég held að það sé þá best að þeir fari alfarnir í stað þess að varnarsvæðið verði eitthvað draugaþorp með fáeinum starfsmönnum og örlitlum tækjabúnaði“, sagði Kristján.
„Á vissan hátt er fólk fegið að það sé loksins komin niðurstaða og ákveðinni spennu og óvissu um framtíð VL á Íslandi aflétt. Á hinn bóginn eru margir kvíðnir fyrir framhaldinu, sérstaklega það fólk sem er orðið 60 ára og eldri. Fólk er þegar farið að svipast um eftir öðrum störfum. Ég hef frétt að einhver ótilgreindur fjöldi sé þegar kominn með annað starf og sé að semja um styrttri uppsagnarfrest, sem eru mjög jákvæðar fréttir“, sagði Kristján ennfremur.
„Það eru allt á fullri ferð, menn eru að ræða málin, funda og bera saman bækur sínar. Meðal annars hefur bæjarstjóri Reykjanesbæjar boðað fund á morgun með fulltrúum stéttarfélaganna. Það eru allir af vilja gerðir að koma með hugmyndir og tillögur að nýjum tækifærum, en ég tel við við Suðurnesjamenn þurfum sjálfir að sýna frumkvæði í þessum efnum fremur en að bíða eftir lausnum frá Reykjavík“, sagði Kristján.