Vitnin sem handtekin voru í gær tengd hinum grunaða
Vitnin sem Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi eru talin tengjast manninum sem er í gæsluvarðhaldi vegna banaslyssins á Vesturgötu. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, öll af erlendu bergi brotin.Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ekki útilokað að fleiri hafi verið í bifreiðinni sem ók á barnið og jafnvel að annar ökumaður hafi verið við stýrið.
Framburður vitna hefur verið óljós og ósamstæður og hefur það gert rannsókn málsins erfiðari.
Beðið er eftir staðfestingu á þeim þráðum sem fundust á bílnum en rannsóknin þarf að fara fram erlendis og gæti það tafið málið ef árangur næst ekki í yfirheyrslum.
Er vonast til að ná þar fram nýjum upplýsingum um málið.








