Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vitni að líkamsárás gefi sig fram
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 12:21

Vitni að líkamsárás gefi sig fram

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum varðandi líkamsárásarmál frá sl. Ljósanótt eða að morgni sunnudagsins 7. september, kl. 05:30. Á þeim tíma voru lögreglumenn á eftirlitsferð er þeir komu að meðvitundarlausum manni liggjandi á Hringbraut í Keflavík, móts við Mávabraut.

Kona sem var hjá manninum sagðist hafa séð menn hraða sér í burtu á rauðri Honda Accord bifreið. Lögreglan óskar eftir að ná tali af konunni og biður jafnframt önnur vitni sem hugsanlega kunna að vera að þessu atviki að hafa samband við rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum í síma 420 1700.

Þá óskar lögreglan eftir því að mennirnir á umræddri bifreið hafi samband við lögregluna.