Vitlaust veður fyrir grindvíska flotann
Aðeins höfðu tvö skip landað í Grindavík frá áramótum og þar til í gær. Ástæðan er vitlaust veður á grindvískan mælikvarða. Sturla sem kom inn vegna bilunnar í spili og var með um 40 tonn og Kópur sem landaði um 30 tonnum eftir tvær lagnir, sem verður að teljast mokafli. Aðrir Grindavíkurbátar hafa orðið að leita hafnar og landa í Njarðvík vegna veðurofsa og brims hér og verið að landa góðum afla.3.janúar var eini dagurinn sem aðeins lygndi og tókst þá að skipa út rúmlega 600 tonnum af frystum síldarflökum og hefur þá alls verið skipað úr rúmlega 900 tonnum af þeirri vöru sem þykja nokkur tíðindi, því langt er síðan skipað hefur verið út frystum afurðum í Grindavík.
Sjá heimasíðu Grindavíkurhafnar: Grindavíkurhöfn
Sjá heimasíðu Grindavíkurhafnar: Grindavíkurhöfn