Vítisenglar í Keflavík
Íslensku Vítisenglarnir átta sem voru í haldi norsku lögreglunnar, komu til Keflavíkurflugvallar laust fyrir klukkan eitt í nótt. Mennirnir sögðu við komuna að þeir hefðu verið í einangrun í Ósló frá því að þeir komu þangað að morgni föstudags. Þeir sögðust hafa fengið staðfest áður en þeir fóru frá Ósló að þeir væru orðnir fullgildir félagar í samtökum Vítisengla. Að öðru leyti vildu þeir ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu.
VF-mynd: Sigurður Jónsson jr.