Vítisenglar í haldi í Leifsstöð
Tíu manna hópur var stöðvaður í Leifsstöð síðdegis en mennirnir eru grunaðir um að vera liðsmenn í bifhjólasamtökunum Vítisenglar í Noregi. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu. Mennirnir voru að koma frá Ósló þegar lögregla á Keflavíkurflugvelli stöðvaði þá vegna gruns um tengsl við samtökin og hættu á að þeir gætu raskað almannaró. Verið er að yfirheyra mennina og mun Útlendingastofnun síðan skoða það hvort vísa skuli mönnunum frá landi en þar til ákvörðun er tekin verða mennirnir í vörslu lögreglu.