Vitinn fær samþykktan þyrluvöll
Húsnæðis-, skipulags-, og byggingaráð Sandgerðis tekur jákvætt í hugmyndir veitingahússins Vitans um aðstöðu og leyfi fyrir þyrluflug í Sandgerði og hefur falið skipulagsfulltrúa að kanna frekar hvaða skilyrði þarf að uppfylla fyrir vottun Samgöngustofu á skráðum þyrluvelli.
Bæjarráð Sandgerðis hefur jafnframt samþykkt að veitt verði leyfi til reynslu til eins árs samkvæmt afgreiðslu húsnæðis-, skipulags-, og byggingaráðs og er bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.