Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vitahjónin fengu viðurkenningu
Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson á Vitanum í Sandgerði.
Miðvikudagur 23. september 2015 kl. 10:17

Vitahjónin fengu viðurkenningu

– fyrir stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerði

Atvinnu- ferða- og menningarráð Sandgerðis samþykkti á dögunum að leggja til við bæjarstjórn Sandgerðis að einstaklingi verði veitt viðurkenning á Sandgerðisdögum fyrir stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ.

Bæjarráð Sandgerðis samþykkti að veita þeim Stefáni Sigurðssyni og Brynhildi Kristjánsdóttur eigendum veitingahússins Vitans viðurkenningu fyrir áralangan stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ. Var viðurkenningin veitt á setningarhátíð Sandgerðisdaga nú nýverið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024