Vita engin deili á Írananum í Keflavík
Lögreglan veit enn engin deili á írönskum karlmanni sem í fyrradag var úrskurðaður í einnar viku farbann fannst látinn síðdegis í gær. Maðurinn hafði fengið gistingu í Keflavík í gærmorgun. Samkvæmt farbanninu bar manninum að tilkynna sig reglulega til lögreglu. Þegar það gerðist ekki fór lögregla að grennslast fyrir um manninn. Þá fannst hann látinn á gistiheimilinu.Maðurinn er talinn hafa komið hingað til lands með Norrænu fyrir nokkrum dögum og hugðist fara með flugvél Icelandair til Minneapolis í Bandaríkjunum sl. laugardag. Þá framvísaði hann fölsuðu dönsku vegabréfi og fékk því ekki að fara um borð í vélina.
Útvarpið greindi frá því í morgun að þegar maðurinn var stöðvaður við að fara um borð í vélina til Bandaríkjanna hafi hann orðið mjög æstur, en sýndi þó aldrei neina tilburði til ofbeldis. Hann gisti í fangageymslu lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Á sunnudagskvöld var hann úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness og gisti hjá lögreglu á Keflavíkurflugvelli þar til í gærmorgun. Hann var síðan fluttur til Keflavíkur þar sem honum bauðst að gista og átti að tilkynna sig reglulega til lögreglu. Þegar hann gerði það ekki, var farið að athuga um hann og kom í ljós að hann var látinn. Talið er að hann hafi svipt sig lífi.
Lögreglan veit enn engin deili á manninum. Hann var samkvæmt heimildum Fréttastofu Útvarps ósamvinnuþýður við yfirheyrslur og veitti engar upplýsingar. Hann staðhæfði að upplýsingar á skilríkjum sínum væru réttar og fór aldrei fram á að fá hér hæli sem flóttamaður.
Í vegabréfi mannsins stóð að hann væri fæddur 1964, en það hefur ekki fengist staðfest. Þá var hann með ökuskírteini en óvíst er hvort það var ekta. Í gær var strax hafist handa við að leita upplýsinga um manninn austan hafs og vestan og voru fingraför hans send utan. Sú rannsókn er því enn í gangi og verður haldið áfram. Vísbendingar eru um að hann hafi á einhverjum tíma verið flóttamaður í Danmörku og komið þaðan með Norrænu. Hann var með talsvert af peningum í fórum sínum og samdi um gistingu í Keflavík í þann tíma sem farbannið gilti. Lögreglan í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli munu rannsaka lát mannsins.
Útvarpið greindi frá því í morgun að þegar maðurinn var stöðvaður við að fara um borð í vélina til Bandaríkjanna hafi hann orðið mjög æstur, en sýndi þó aldrei neina tilburði til ofbeldis. Hann gisti í fangageymslu lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Á sunnudagskvöld var hann úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness og gisti hjá lögreglu á Keflavíkurflugvelli þar til í gærmorgun. Hann var síðan fluttur til Keflavíkur þar sem honum bauðst að gista og átti að tilkynna sig reglulega til lögreglu. Þegar hann gerði það ekki, var farið að athuga um hann og kom í ljós að hann var látinn. Talið er að hann hafi svipt sig lífi.
Lögreglan veit enn engin deili á manninum. Hann var samkvæmt heimildum Fréttastofu Útvarps ósamvinnuþýður við yfirheyrslur og veitti engar upplýsingar. Hann staðhæfði að upplýsingar á skilríkjum sínum væru réttar og fór aldrei fram á að fá hér hæli sem flóttamaður.
Í vegabréfi mannsins stóð að hann væri fæddur 1964, en það hefur ekki fengist staðfest. Þá var hann með ökuskírteini en óvíst er hvort það var ekta. Í gær var strax hafist handa við að leita upplýsinga um manninn austan hafs og vestan og voru fingraför hans send utan. Sú rannsókn er því enn í gangi og verður haldið áfram. Vísbendingar eru um að hann hafi á einhverjum tíma verið flóttamaður í Danmörku og komið þaðan með Norrænu. Hann var með talsvert af peningum í fórum sínum og samdi um gistingu í Keflavík í þann tíma sem farbannið gilti. Lögreglan í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli munu rannsaka lát mannsins.