Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísir tekur 130 starfsmenn af launaskrá vegna náttúruhamfara
Þriðjudagur 6. febrúar 2024 kl. 19:07

Vísir tekur 130 starfsmenn af launaskrá vegna náttúruhamfara

Í dag fengu 130 af starfsfólki Vísis hf. í Grindavík bréf þar sem þeim er tilkynnt að þau falli af launaskrá og fari á úrræði ríksins vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Ekki er um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir eru 60 manns í landi sem vinna við þau verkefni sem í gangi eru, m.a. saltfiskvinnsluna í Helguvík. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

„Almannavarnir hafa gefið út að núverandi óvissuástand geti staðið fram á sumar 2024. Verklagsreglur Almannavarna hamla því að starfsemi sé haldið úti í bænum að öllu leyti eða hluta. Tekist hefur að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar eru færri en annars væri og verkefnin hafa breyst. Nánari útfærsla hvað það varðar verður kynnt í vikunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Vísis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024