Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísir h/f mætir niðurskurði aflaheimilda með útrás
Miðvikudagur 16. janúar 2008 kl. 10:12

Vísir h/f mætir niðurskurði aflaheimilda með útrás

Vísir hf. í Grindavík hefur eignast 30% hlut í kanadíska sjávarútvegsfyrirtækinu Ocean Choice International (OCI) og nú skömmu fyrir jól var gengið endanlega frá kaupum OCI á útgerðar- og fiskvinnsluhluta Fishery Products International (FPI) sem verið hefur flaggskip sjávarútvegs á Nýfundnalandi. 

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Með kaupunum á FPI eignast OCI allar landvinnslur félagsins, skip, kvóta og veiðireynslu. Sjálft er OCI fyrir öflugt í vinnslu á humri og snjókrabba og kemur auk þess að veiðum og vinnslu á rækju og fleiri tegundum.
Áætluð ársvelta OCI eftir kaupinn á starfsemi FPI er um 300 milljónir dollara eða 18-19 miljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að ársvelta Vísis á Íslandi er 4-5 milljarðar króna. Með 30% eignarhlut sínum í OCI er Vísir þannig að rúmlega tvöfalda veltu sína, ef nota má slíka samlíkingu.
Leitað var eftir samstarfi við Vísi vegna sérþekkingar félagsins á veiðum og vinnslu bolfisks og hafa Vísismenn tekið að sér að byggja upp línuútgerð og saltfiskvinnslu kanadíska fyrirtækisins.

Af www.grindavik.is

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024