Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísir hf lokar tímabundið á Þingeyri
Laugardagur 26. janúar 2008 kl. 10:28

Vísir hf lokar tímabundið á Þingeyri

Vísir hf í Grindavík hefur tilkynnt starfsfólki sínu á Þingeyri að vinnslunni þar verði lokað frá 1. maí til 1. október. Allt fiskverkafólk í plássinu, um 35 manns, verður því verkefnalaust á meðan.

Uggur er í starfsfólkinu sem óttast að fiskvinnslunni verði lokað til frambúðar en forsvarsmenn Vísis segjast vonast til að svo verði ekki. Ástæður lokunarinnar mun verða fyrirsjáanlegur hráefnisskortur í sumar, sem er bein afleiðing af niðurskurði ríkisvaldsins á þorskaflaheimildum. Við það varð Vísir fyrir 2700 tonna skerðingu.
Haft er eftir Andrési Óskarssyni, fjármálastjóra Vísis hf, að lokað verði tímabundið en þegar líða taki á vorgið og næsta kvótaár verði ákveðið hvert framhaldið verður.
Hjá Vísi hf. á Þingeyri er eingöngu unninn fiskur til útflutnings. Unnið er úr um 3.000 tonnum árlega.

Niðurskurður ríkisvaldsins á þorskkvóta um er heldur betur farinn að segja til sín. Fréttastofa RUV greinir frá því að um  540 manns hafi verið sagt upp í fiskvinnslu frá því tilkynnt var um niðurskurðinn. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða endurskoðaðar í ljósi fenginnar reynslu, er haft eftir Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024