Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísir bíður átekta
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 09:11

Vísir bíður átekta

„Það eru of mörg ef í þessu til að spá langt inn í framtíðina,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík en fyrirtækið hóf vinnslu í Grindavík tæpum mánuði eftir jarðhræringarnar 10. nóvember, tók jólafríið fyrr en venjulega og vinnsla hófst svo 8. janúar.

Pétur tekur einn dag fyrir í einu núna. „Við vorum farnir að vinna á u.þ.b. hálfum afköstum, unnum eitt þúsund tonn í desember en á sama tíma ári fyrr unnum við rúm tvö þúsund tonn. Í byrjun árs vorum við bara í saltinu og verkefnið næstu daga er að koma þeim afurðum í verð og svo þurfum við auðvitað líka að huga að vinnsluhúsnæðinu. Ég var einmitt að fá upplýsingar um það að fjórir menn frá okkur eru að komast í húsnæðið í dag og ná vonandi að bjarga lögnunum frá því að frostspringa. Annars er okkar staða einfaldlega þannig að við getum labbað inn á morgun og hafið vinnslu, en þurfum auðvitað að bíða eftir að það verði leyft. Ég vil ekki spá um hvenær það verður eða hugsa lengra inn í framtíðina, það eru allt of mörg ef í umræðunni sem ég get einfaldlega ekki að velta mér upp úr.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vísir stendur traustum fótum í Grindavík

Framtíð Vísis er björt og eflaust eru sumir uggandi þar sem Vísir er orðið eitt af dótturfélögum Síldarvinnslunnar en Pétur fullvissar alla um að þær áhyggjur eru óþarfar.

„Eigendur Síldarvinnslunnar eru einhverjir öflugustu aðilar á Íslandi og þeirra hugur er eingöngu að styðja okkur til góðra verka hér í Grindavík. Það var einhver ástæða fyrir því að þeir vildu fá okkur til liðs við sig og þær forsendur eru ekkert brosnar þó svo að útlitið sé vissulega ekki gott akkurat núna. Hvað verður í framtíðinni kemur bara í ljós, verður einfaldlega bannað að stunda starfsemi í bænum og verður eitthvað fólk búsett hér sem er forsenda alls rekstrar. Þarna eru stóru spurningarnar en núna er verkefnið bara að huga að eignunum og halda þeim starfhæfum. Starfsfólk okkar var langflest mjög jákvættt  fyrir að hefja vinnu en ef þau ekki treysta sér eftir þetta eldgos, munum við sýna því fullan skilning. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Pétur að lokum.