Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vísað til hafnar brotlegum við fiskveiðilöggjöfina, siglingalög og tilkynningaskyldu
Miðvikudagur 16. júní 2010 kl. 08:22

Vísað til hafnar brotlegum við fiskveiðilöggjöfina, siglingalög og tilkynningaskyldu


Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöld til að leita línu- og handfærabáts sem ekkert hafði heyrst frá síðan um hádegið. Báturinn fannst kl. 21:45 fjörtíu sjómílur suðvestur af Reykjanesi á svipuðum slóðum og síðast hafði heyrst til hans.

Var nærstaddur bátur fyrstur til að ná sambandi við bátinn en varðstjórar Landhelgisgæslunnar höfðu ítrekað reynt að ná sambandi við hann án árangurs. Var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út um auk þess sem varðskipið Týr, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og nærstaddur bátar voru beðnir um að hefja leit.

Var bátnum vísað til hafnar þar sem hann gerðist brotlegur við fiskveiðilöggjöfina með því að vera fyrir utan langdrægi fjareftirlitsbúnaðar. Einnig gerðist hann brotlegur við siglingalög og reglugerð um tilkynningaskyldu. Lögreglan beið bátsins er hann kom til hafnar í Sandgerði. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024