Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísa tillögu um gervigras á Sandgerðisvöll til bæjarráðs
Gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ. S-listinn í Suðurnesjabæ vill gervigrasið í Sandgerði. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 12. mars 2024 kl. 17:28

Vísa tillögu um gervigras á Sandgerðisvöll til bæjarráðs

S-listinn í Suðurnesjabæ leggur til við bæjarstjórn að staðsetning gervigrasvallar verði á aðalvellinum í Sandgerði.

„Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á aðalvellinum í Sandgerði eins og til dæmis 340 manna stúka, salernisaðstaða fyrir áhorfendur, vélageymsla og plássgott félagsheimili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk þess leggur S-listinn til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja verði skipaður hið fyrsta, geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu til næstu ára.

Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja,“ segir í tillögu S-listans

Samþykkt var samhljóða að vísa tillögu S-lista til umfjöllunar í bæjarráði enda er málið enn í vinnslu þar.