Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vísa átti manni úr landi sem hefur búið á Íslandi í átta ár og á þrjú börn með íslenskri konu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 18. júlí 2023 kl. 17:54

Vísa átti manni úr landi sem hefur búið á Íslandi í átta ár og á þrjú börn með íslenskri konu

„Þið eruð ekki að fara trúa þessu,“ svona byrjar Facebook stöðuuppfærsla Huldu Jóhannsdóttur í Grindavík en vísa átti Nicholas Woods, tengdasyni hennar úr landi þegar hann og fjölskylda hans, sneru aftur til Íslands í morgun eftir frí í Bandaríkjunum, þaðan sem Nicholas er.

Nicholas og Ólöf Helga Pálsdóttir, hafa verið gift síðan þau fluttu til Íslands fyrir átta árum og Nicholas er með dvalarleyfi. Fyrstu þrjú árin þurfti hann að endurnýja dvalarleyfið, fékk svo varanlegt en allt kom fyrir ekki, landamæravörður stoppaði Nicholas og átti að vísa honum úr landi. Þar sem tengdafaðir Nicholasar gat hringt nokkur símtöl og leyst úr flækjunni, fékk Nicholas að fara í gegn fjórum klukkutímum síðar. Þá þegar hafði Ólöf farið heim með börnin, sem voru í miklu sjokki. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólöf sagði að þetta hefði verið mikið áfall, hún hélt á átján mánaða gömlu barni sínu og var með sex og átta ára syni sína sér við hlið og þeir fóru að hágráta. Ólöf sagðist halda að þau þurfi áfallahjálp, börnin hefðu verið í algjöru sjokki.