Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VÍS lokar í Reykjanesbæ
Suðurnesjamenn þurfa í framtíðinni að leysa öll sín mál við VÍS í gegnum síma eða net.
Föstudagur 21. september 2018 kl. 12:53

VÍS lokar í Reykjanesbæ

- afgreiða Suðurnesjamenn í gegnum síma og net

VÍS lokar skrifstofu sinni í Reykjanesbæ og sameinar við skrifstofu í Reykjavík í kjölfar endurskipulagningar fyrirtækisins þar sem aukin áherslu verður lögð á á einfaldara fyrirkomulag þjónustu og stafrænar lausnir. Alls verður átta skrifstofum allt í kringum landið lokað. Lokunin kemur til framkvæmdar 1. október.
 
Samkvæmt upplýsingum frá VÍS, sem birtar voru á vef Fréttablaðsins, var starfsfólki á þeim skrifstofum sem sameinast öðrum boðin ný staða á nýrri sameinaðri skrifstofu og var fólki í einhverjum tilfellum boðið að vinna sína vinnu í fjarvinnu. Engum var því sagt upp á þeim skrifstofum. 
 
Í tilkynningu frá VÍS segir að samskipti við viðskiptavini fari í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum hafi viðskiptavinir kallað eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslu- og skipulagsbreytingin eigi því að svara því kalli viðskiptavina VÍS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024