Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virtu ekki stöðvunarmerki lögreglu
Miðvikudagur 9. ágúst 2006 kl. 08:23

Virtu ekki stöðvunarmerki lögreglu

Ökumaður bifhjóls, sem Lögreglan í Keflavík mældi á 148 km hraða á Reykjanesbraut í nótt, virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu og lét sig hverfa með því að aka inn í Hafnarfjörð. Sömu sögu var að segja af ökumanni dökkgrárrar skutbifreiðar af gerðinni BMW. Sá hafði mælst á 128 km hraða á Reykjanesbraut og hvarf hann úr sjónmáli lögreglumanna.
Hins vegar hafði lögreglan hendur í hári tveggja annarra ökumanna fyrir hraðakstur, annar var á Garðvegi á 111 km hraða og hinn mældist á Reykjanesbraut á 134 km hraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024