Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virti ekki þungatakmarkanir á Hafnargötu
Laugardagur 16. júlí 2005 kl. 10:30

Virti ekki þungatakmarkanir á Hafnargötu

Ökumaður vörubifreiðar með tengivagn var kærður fyrir að virða ekki þungatakmarkanir á Hafnargötu í Keflavík. 

Lögreglan í Keflavík kærði í dag tvo ökumenn fyrir hraðakstur.

Í gær fékk ölvaður maður að gista fangageymslu lögreglunnar, þar sem hann lét mjög illa í heimahúsi í Keflavík.

Upp úr miðnættinu voru tvö hávaðaútköll, annað var í Njarðvík og hitt í Keflavík.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur, þar sem hann var mældur á 123 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir við akstur og  grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.

Vf-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024