Virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir flutningabíl
Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur undanfarna daga. Einn þeirra virti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir flutningabíl. Hann jók svo hraðann og mældist á 120 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Auk þessara brota var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini meðferðis.
Skráningarnúmer voru fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Sá hafði áður ekið undir áhrifum og ók sviptur ökuréttindum.