Virknin mest norðan megin í gossprungunni - beint streymi frá tveimur stöðum
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir að þetta sé lengsta gossprunga í eldgosahrinunni undanfarin ár en staðsetning sé hagstæðari. Virknin sé mest norðan megin, fjærst Grindavík og þar sjást hæstu gostaumarnir vel frá Reykjanesbæ. Lítil virkni er nálægt Grindavíkurbæ.
Þó virknin sé mest í norðanverðri sprungunni er ekki talin hætta á að hún sé að nálgast Reykjanesbrautina. Þá eru innviðir í Svartsengi ekki taldir í hættu nema helst kaldavatnslögnin en það kom fram í viðtali RÚV við Víði Reynisson.
Nokkur fjöldi fólks hefur fylgst vel með úr bílum sínum í nágrenni Fitja í Njarðvík en eldgosið sé mjög vel víða úr bænum og fólk jafnvel með hið magnaðasta útsýni út um glugga heima við.
Ísak Finnbogason, ljósmyndari hjá Víkurfréttum heldur úti Youtube síðu undir sínu nafni og er með beint streymi frá gosinu sem sjá má hér sem og beint streymi Víkurfrétta frá Reykjanesbæ.