Virknin mest nærri gígnum sem gaus lengst síðast
Virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni er mest nærri þeim gíg sem var lengst virkastur í eldgosinu sem hófst 16. mars og virkni á nokkrum hlutum gossprungunnar norðan hans.
Hraunrennsli er nú mest á svæðinu í kringum Hagafelli. Hægt hefur á framrás hraunrennslis við Grindavíkurveg til móts við Svartsengi og við varnargarðana vestur af Grindavík, segir í samantekt Veðurstofu Íslands.
Myndin með fréttinni er skjáskot úr streymi mbl.is, sem má sjá í spilaranum hér að neðan.