Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virknin færðist að eldstöðvunum í nótt
Miðvikudagur 22. desember 2021 kl. 11:08

Virknin færðist að eldstöðvunum í nótt

Í gær um kl. 18 hófst jarðskjálftahrina um 2-4 km norðaustur af Geldingadölum.

Virknin jókst svo til muna um kl. 00:30 í nótt og er enn mikil með 1-10 skjálfta á mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar líða tók á nóttina færðist virknin að eldstöðvunum í Geldingadölum.

Ekki er ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi sem þýðir að kvikan er að færast lárétt í jarðskorpunni. Engin merki eru um gosóróa, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.