Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virkjun rænd í nótt
Föstudagur 19. mars 2010 kl. 11:12

Virkjun rænd í nótt


Farið var inn í Virkjun á Ásbrú í nótt. Þjófarnir höfðu aðallega á brott með sér tölvubúnað. Svo virðist sem þeir hafi farið skipulega í ránið með því að bera tölvur og annan ránsfeng inn í eldhúsið þaðan sem þeir hafa síðan hlaðið því í bíl. Í miðju kafi virðist styggð hafa komið að þjófunum því þeir höfðu sig á brott áður en þeir náðu að koma öllum ránsfengnum út úr húsinu, að sögn Gunnars H. Gunnarssonar, forstöðumanns í Virkjun.

Gunnar segir tjónið talsvert og aðkoman hafi verið ömurleg í morgun. Þjófarnir hafi haft tölvur á brott með sér og rótað til í allri byggingunni. Þeir hafi m.a. eyðilagt skjávarpa í tveimur fundarsölum við það að reyna losa þá úr loftfestingum.

Þjófavarnarkerfi er í byggingunni er þjófarnir hafa bæði haft lykil og vitað aðgangskvótann sem bendir til þess að þarna hafa kunnugir verið á ferð. Samkvæmt upplýsingum VF hafa margir aðgang að byggingunni.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. Þeir sem hugsanlega hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við Virkjun um fimmleytið í nótt eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Slökkt var á þjófavarnarkerfinu kl. 05:15.

Eins og VF greindi frá í vikunni hefur verið nokkuð um innbrot á Suðurnesjum upp á síðkastið. Skúli Jónsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvatti fólk til að láta lögreglu vita af grunsamlegum mannaferðum.
 
Fólki er bent á að hringja í 112 eða símanúmerið hjá lögreglustjóra 420-1700.
Fólk getur einnig haft samband um tölvupóst og þá eru póstföngin [email protected] fyrir Reykjanesbæ, [email protected], [email protected], [email protected] og [email protected] fyrir viðkomandi sveitarfélög.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd - Úr salarkynnun Virkjunar.