Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Virkjun: Fjölbreytt námskeið í boði
Þriðjudagur 27. janúar 2009 kl. 15:42

Virkjun: Fjölbreytt námskeið í boði



Margvísleg námskeið eru á dagskrá á næstunni í Virkjun á Vallarheiði. Virkjun mannauðs á Reykjanesi var opnuð 15. janúar síðastliðinn í byggingu 740 og er ætlað að vera miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit.

Á lista yfir fyrirhuguð námskeið í Virkjun er fjölbreytt flóra hagnýtra námskeiða í bland við áhugaverð tómstundanámskeið. Þar má vinna námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja, gerð færnimappa og ferilskrár, gerð viðskiptaáætlana, tréútskurði og listmálun, svo eitthvað sé nefnd. Hægt er að kynna sér framboðið á heimasíðu Virkjunar hér.

Virkjun verður opin alla virka daga frá 9-16 og eru allir velkomnir. Hún er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Vinnumálastofnunar, verkalýðsfélaga, fyrirtækja og menntastofnana á svæðinu s.s. Keilis, miðstöð vísinda og fræða, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Markmiðið með rekstri Virkjunar er að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi. Þá verður Virkjun ekki síður samkomustaður fólks sem vill breyta því áfalli sem atvinnuleysi er í ný tækifæri á atvinnumarkaði með námi, námskeiðum, tómstundum og menningarstarfsemi.


Slóð: http://virkjun.blog.is/blog/virkjun/

Bílakjarninn
Bílakjarninn