Vinstri Grænir stofna félag í Grindavík
Svæðisfélag Vinstri Grænna í Grindavík var stofnað formlega sl. fimmtudagskvöld. Meðal gesta á stofnfundi sem haldinn var í Saltfisketri Íslands voru Agnar Sigurbjörnsson, formaður VG á Suðurnesjum, Guðrún Á. Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, Atli Gíslason þingmaður o.fl.
Í frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að ræðumenn hafi talið að stofnun félagsins með tveimur bæjarfulltrúum, þeim Garðari Páli Vginsissyni og Birni Haraldssyni, gæti orðið mikil lyftistöng fyrir starf VG á Suðurnesjum.
Helstu áherslur bæjarfulltrúa VG í Grindavík næstu misserin eru: „stofnun Menntaskólans í Grindavík, möstrin á varnarsvæðinu í burtu, kaup á landi í eigu ríkisins þ.e. Húsatóftalandið og landið á Stað.“
Eins og flestir vita hefur nokkur órói einkennt bæjarstjórnarmál í Grindavík, en nú hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks myndað minnihlutastjórn sem fulltrúar VG verja, en Garðar var kosinn af lista Samfylkingar á sínum tíma og Björn af lista Frjálslynda flokksins.