Vinsælt Vefsjónvarp Víkurfrétta
 Vinsældir Vefsjónvarps Víkurfrétta hafa aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Í vefsjónvarpinu eru birtar fréttir, íþróttir og mannlífsefni. Í gær voru t.a.m. sett inn fjögur innslög í vefsjónvarpið. Má þar nefna myndskeið frá árshátíð Holtaskóla, viðtal við Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjóra SpKef og frétt um nýja og endurbætta verslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þá var einnig settur inn í gær annar þáttur af Íþróttaþætti Víkurfrétta, þar sem fjallað var um hestamennsku og körfuknattleik.
Vinsældir Vefsjónvarps Víkurfrétta hafa aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Í vefsjónvarpinu eru birtar fréttir, íþróttir og mannlífsefni. Í gær voru t.a.m. sett inn fjögur innslög í vefsjónvarpið. Má þar nefna myndskeið frá árshátíð Holtaskóla, viðtal við Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjóra SpKef og frétt um nýja og endurbætta verslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þá var einnig settur inn í gær annar þáttur af Íþróttaþætti Víkurfrétta, þar sem fjallað var um hestamennsku og körfuknattleik. Íþróttaþátturinn er að njóta talsverðra vinsælda en íþróttum er gert hátt undir höfði í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Allt efni vefsjónvarpsins fer einnig til spilunar inni á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ en þar eru Víkurfréttir á rás 8 í stafrænni útsendingu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				