Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. maí 2001 kl. 10:22

Vinsælt háskólanám á Suðurnesjum

Nú hafa sautján einstaklingar sótt um nám í leikskólafræðum sem hefst í haust hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, í samvinnu við Háskólann á Akureyri.
Fram að þessu hefur verið boðið upp á háskólanám í rekstrarfræði, hjúkrunarfræði, íslensku og ýmis námskeið á vegum MSS, HÍ og HA. Átta nýnemar hafa nú sótt um nám í rekstrarfræði, en 15 einstaklingar eru skráðir á annað ár í því fagi og 9 á annað ár í hjúkrunarfræði. Íslenskunám á vegum Háskóla Íslands virðist einnig ætla að verða mjög vinsælt, að sögn Skúla Thoroddsens, forstöðumanns MSS. Allar líkur eru á að um 50 manns verði í háskólanámi við MSS næsta vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024