Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinsælast að fara frá Keflavík til London
Fimmtudagur 12. desember 2013 kl. 08:44

Vinsælast að fara frá Keflavík til London

Í síðasta mánuði voru farnar tæplega 700 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Fimmta hver vél tók stefnuna á flugvellina í kringum höfuðborg Bretlands samkvæmt talningu Túrista. Easy Jet, Icelandair og Wow Air fljúga öll til Lundúna allt árið um kring og umferðin þangað hefur tvöfaldast á tveimur árum. Flugsamöngur við aðrar borgir eru mun minni eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ferðavefurinn Túristi.is hefur tekið þetta saman.

Til Kaupmannahafnar var flogið nærri nítíu sinnum í nóvember og er borgin í öðru sæti þegar litið er til fjölda ferða.

Líkt og til London eru það þrjú flugfélög sem fljúga allt árið til Oslóar og voru ferðirnar þangað nærri sjötíu talsins.
New York með yfirhöndina

Í haust hóf Icelandair að fljúga til Newark flugvallar í nágrenni við New York borg. Þar með hefur ferðunum þangað fjölgað því félagið heldur áfram að fljúga til JFK flugvallar í útjaðri borgarinnar. New York var því í fjórða sæti á listanum yfir þá staði sem flogið var oftast til frá Keflavík í nóvember. París er í fimmta sæti en bæði Icelandair og Wow Air fljúga þangað í vetur.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í nóvember:

    London: 21%
    Kaupmannahöfn: 13%
    Osló 10%
    New York: 7%
    París: 6%
    Boston: 5,5%
    Stokkhólmur: 5%
    Amsterdam: 4,5%
    Seattle: 4%
    Frankfurt: 3,5%
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024