Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinsælast 2012: Njörður fundinn í Noregi - týndur í 996 daga
Föstudagur 28. desember 2012 kl. 13:03

Vinsælast 2012: Njörður fundinn í Noregi - týndur í 996 daga

Njörður Garðarsson, björgunarbátur björgunarsveitarinnar Suðurnes sem slitnaði aftan úr björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein á Faxaflóa í brotsjó árið 2009 fannst við strendur Noregs eftir að hafa verið týndur í 996 daga. Báturinn fannst 1077 mílum frá þeim stað sem hann týndist.

Njörður fannst við Vesterålen sem er nyrst í Noregi en það var norskur fiskibátur sem var bátsins var. Báturinn slitnaði aftan úr björgunarskipinu í október árið 2009 eftir að brotsjór hafði komið á skipið og hvarf sjónum manna. Bátsins var leitað lengi vel en án árangurs.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um málið hér.