Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinsælast 2012: Leoncie segir öryggisvörð úr Sandgerði hafa áreitt sig
Sunnudagur 30. desember 2012 kl. 07:06

Vinsælast 2012: Leoncie segir öryggisvörð úr Sandgerði hafa áreitt sig

Indverska prinsessan Leoncie sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hafa heimsótt Ísland í byrjun ársins 2012. Leoncie hélt tónleika á Gauki á stöng sem vöktu mikla lukku en þegar að hún hugðist fara af landi brott þá seagðist prinsessan ekki hafa fengið blíðar móttökur hjá öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Svo hljóðar fjórða vinsælasta frétt ársins á vf.is þetta árið.


Leoncie sendi Víkurfréttum póst þar sem hún lýsir því hvernig kona sem starfar í öryggisgæslunni hafi áreitt hana og niðurlægt þegar hún fór í gegnum reglubundna skoðun. „Hún áreitti mig. Hún þuklaði á brjóstum mínum og á milli fóta mér, guð minn góður, aldrei hefur verið komið svona fram við mig áður,“ sagði Leoncie í bréfinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leoncie gengur svo langt að kalla konuna kynþáttahatara og geðsjúkling, og að þarna hafi hún fengið tækifæri til þess að níðast á sér. Heldur hefði Leoncie kosið að fá íslenskan herramann í stað kvenkynsöryggisvarðar til að snerta sig.

Nánar hér.