Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinsælast 2012: Bæjarfulltrúa hótað líkamsmeiðingum
Föstudagur 28. desember 2012 kl. 08:00

Vinsælast 2012: Bæjarfulltrúa hótað líkamsmeiðingum

Áttunda vinsælasta frétt ársins á vf.is segir frá óförum Kolfinnu S. Magnúsdóttur bæjarfulltrúa í Garði en síðastliðið vor bárust henni hótanir um líkamsmeiðingar.

Kolfinna sagði skömmu áður skilið við meirihluta D-listans í Garði og gekk í raðir N-listans sem svo myndaði nýjan meirihluta í bæjarstjórn Garðs ásamt L-lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég og einnig maðurinn minn höfum fengið símhringingar þar sem honum hefur verið sagt að árásir á mig og mína fjölskyldu séu hafnar og muni fólk ekki hætta fyrr en tekist hafi að flæma okkur í burtu,“ sagði Kolfinna  í samtali við Víkurfréttir.

„Maður kemst heldur betur að því hvernig grimmd fólks getur gert það sjálft að smásálum sem hafa í hótunum og berja húsið allt að utan,“ sagði Kolfinna en fréttina má sjá hér.