Vinnuvél lokar þotu WOW inni í flugskýli

Þotan ber skráningarnúmerið TF-GPA og er kölluð „afi“ í daglegu tali. Þotan hefur verið í flugskýli 885 undanfarna daga þar sem viðhaldi hennar hefur verið sinnt. Þannig birti Morgunblaðið mynd ljósmyndara Víkurfrétta á forsíðu sl. miðvikudag þar sem stél þotunnar sást standa út úr flugskýlinu.
Þegar ljóst var að félagið væri farið í þrot var hurðum flugskýlisins lokað og vinnuvél sett fyrir.
Efri myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli nú áðan en sú neðri á þriðjudagskvöld. Þá hafði þotan þegar verið sett í þá stöðu að hún færi ekki af landinu nema skuldin við Isavia væri greidd.


VF-myndir: Hilmar Bragi