Mánudagur 28. janúar 2002 kl. 18:06
Vinnuslys við Framnesveg
Vinnuslys varð við Framnesveg í Keflavík eftir hádegi í dag þegar starfsmaður í fyrirtæki féll aftur fyrir sig af vinnupalli.Vinnupallurinn var um 3 metrar á hæð. Maðurinn mun hafa axlarbrotnað og hlotið aðra áverka. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.