Vinnuslys við farangursflokkun
Vinnuslys varð í farangursflokkunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í vikunni. Starfsmaður var að losa farangurskerru aftan úr dráttartæki, þegar óhappið varð. Hann hafði ekki lokið við að aftengja kerruna þegar dráttartækinu var ekið áfram og varð hægri fótur mannsins fyrir kerrunni. Meiðsl voru talin minniháttar, samkvæmt upplýsinum frá lögreglunni á Suðurnesjum.